576 hestafla Holden pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 14:24 Holden Maloo HSV GTS er með krafta í kögglum. General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent
General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent