Aflminni Boxster og Cayman Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 09:14 Porsche Boxster 211. Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent
Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent