Eins og Facebook fyrir ríka fólkið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:12 Hægt er að skoða Netropolitan í einkaþotu, eins og sjá má á þessari mynd sem fyrirtækið sendi frá sér. Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira