Svalbarðsá búin að toppa síðasta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 1. september 2014 09:51 Jón Þór Júlíusson með stórlax sem hann veiddi nýlega í Svalbarðsá Sumarið 2013 var gott í Svalbarðsá en þá veiddust 306 laxar í ánni og stórlaxahlutfallið í ánni var einstaklega gott. Þegar sumarið 2014 fer að sýna einkenni þess að smálaxagöngur verða heldur af skornum skammti og óljóst sé hvernig göngur stórlaxa skili sér gat líklega engin séð það fyrir að árið í ár yrði jafn gott og raun ber vitni en samtals eru komnir 315 laxar úr ánni og ennþá er nokkuð eftir af veiðitímanum. Áin á líklega eftir að slá út sumarveiðina 2008 en þá veiddust 320 laxar í ánni. Aðeins árin 2011 og 2010 hafa gefið betri veiði en þá veiddust 562 laxar árið 2011 og 504 laxar árið 2010. Haustveiðin er oft drjúg í Svalbarðsá og ekkert ólíklegt að áin teygji sig vel í eða fari jafnvel yfir 400 laxa. Árið í ár sem margir telja eitt það versta í áratugi á landinu er þriðja besta ár Svalbarðsár frá árinu 2000. Stórlaxahlutfallið í ánni hefur líka verið einstaklega gott og líklega er um 60-70% stórlaxahlutfall þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði
Sumarið 2013 var gott í Svalbarðsá en þá veiddust 306 laxar í ánni og stórlaxahlutfallið í ánni var einstaklega gott. Þegar sumarið 2014 fer að sýna einkenni þess að smálaxagöngur verða heldur af skornum skammti og óljóst sé hvernig göngur stórlaxa skili sér gat líklega engin séð það fyrir að árið í ár yrði jafn gott og raun ber vitni en samtals eru komnir 315 laxar úr ánni og ennþá er nokkuð eftir af veiðitímanum. Áin á líklega eftir að slá út sumarveiðina 2008 en þá veiddust 320 laxar í ánni. Aðeins árin 2011 og 2010 hafa gefið betri veiði en þá veiddust 562 laxar árið 2011 og 504 laxar árið 2010. Haustveiðin er oft drjúg í Svalbarðsá og ekkert ólíklegt að áin teygji sig vel í eða fari jafnvel yfir 400 laxa. Árið í ár sem margir telja eitt það versta í áratugi á landinu er þriðja besta ár Svalbarðsár frá árinu 2000. Stórlaxahlutfallið í ánni hefur líka verið einstaklega gott og líklega er um 60-70% stórlaxahlutfall þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði