15,6% aukning í bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:51 Meðalaldur bílaflota landsmanna er nú um 12 ár. Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent