Haustskotið byrjað í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2014 12:04 Pierre Affre með stórlax sem hann veiddi í Stóru Laxá í síðustu viku. Mynd: KL Stóra Laxá í Hreppum er búin að vera róleg í sumar en þeir sem þekkja hana eru ekkert sérstaklega áhyggjufullir því betri síðsumarsá er vandfundin a Íslandi. Það hafa þó komið ár þar sem veiðin hefur verið jöfn á tímabilinu en heilt yfir er þetta áin sem fer í fullann gang um lok ágúst. Í fyrra veiddust 1776 laxar í ánni og mest af því í byrjun september þegar hyljirnir fylltust af laxi á fáum dögum og mikið af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin er mest á svæðum 1-2 og svæði 3 og 4 fengu þó sinn skammt af göngunni. Dæmi eru um að menn hafi verið að fá 20-30 laxa á dag á stöngina og kannski 4-5 stórlaxa i þeirri tölu. Samkvæmt fréttum frá Lax-Á er Stóra Laxá komin í gang enda hafa haustgöngurnar farið að sýna sig í auknum mæli eftir stórrigningu liðinna daga. Vikuveiðin var 90 laxar í síðustu viku og var ástundun heldur róleg vegna veðurs. Meðal þeirra sem hafa verið að gera það gott er t.d. franski veiðimaðurinn Pierre Affre en hann náði meðal annars um 100 sm laxi sem sést á meðfylgjandi mynd. Þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta því farið að hlakka til. Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði
Stóra Laxá í Hreppum er búin að vera róleg í sumar en þeir sem þekkja hana eru ekkert sérstaklega áhyggjufullir því betri síðsumarsá er vandfundin a Íslandi. Það hafa þó komið ár þar sem veiðin hefur verið jöfn á tímabilinu en heilt yfir er þetta áin sem fer í fullann gang um lok ágúst. Í fyrra veiddust 1776 laxar í ánni og mest af því í byrjun september þegar hyljirnir fylltust af laxi á fáum dögum og mikið af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin er mest á svæðum 1-2 og svæði 3 og 4 fengu þó sinn skammt af göngunni. Dæmi eru um að menn hafi verið að fá 20-30 laxa á dag á stöngina og kannski 4-5 stórlaxa i þeirri tölu. Samkvæmt fréttum frá Lax-Á er Stóra Laxá komin í gang enda hafa haustgöngurnar farið að sýna sig í auknum mæli eftir stórrigningu liðinna daga. Vikuveiðin var 90 laxar í síðustu viku og var ástundun heldur róleg vegna veðurs. Meðal þeirra sem hafa verið að gera það gott er t.d. franski veiðimaðurinn Pierre Affre en hann náði meðal annars um 100 sm laxi sem sést á meðfylgjandi mynd. Þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta því farið að hlakka til.
Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði