Lego orðinn stærsti leikfangaframleiðandi heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 18:32 The Lego Movie fékk víða frábæra dóma. Vísir/AFP Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira