Í frétt ástralska matartímaritsins Gourmet Traveller má lesa um ferðina og að sjálfsögðu nýja kampavínið. Blaðamaðurinn sparar ekki dramatíkina og líkir upplifun sinni af Íslandi við það að vera í Bond-mynd.
Dom Pérignon virðist hafa gert nokkuð vel við þá sem það bauð í ferðina. Farið var í þyrluflug yfir Eyjafjallajökul, út í Dyrhólaeyjarvita og í vínsmökkun á lúxushótelið Ion.
Hér að neðan má sjá myndband frá ferðinni sem íslenska framleiðslufyrirtækið True North gerði fyrir Dom Pérignon.
Dom Pérignon P2 Reveal movie Iceland from Truenorth ehf on Vimeo.