Seldist upp á 2 dögum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 09:58 Nýjum Volvo XC90 er vel tekið. Fyrir tveimur vikum kynnti Volvo nýja XC90 jeppa sinn fyrir heimsbyggðinni og lét þá fylgja sögunni að pantanir fyrir fyrstu 1.927 bílana af þeirri gerð mætti gera frá 3. september. Ástæðan fyrir þessum fjölda, þ.e. 1.927 bílum er vegna þess að Volvo var stofnað árið 1.927. Það tók ekki nema ríflega tvo sólarhringa að selja þessa bíla og því má með sanni segja að þessum endurskapaða jeppa Volvo sé tekið með kostum. Þessir fyrstu bílar verða númeraðir frá eintaki 1 til eintaks 1.927. Því miður stóð það ekki öllum markaðssvæðum til boða að panta eintak af þessum fyrstu bílum og var það meðal annars ekki hægt frá Íslandi, þrátt fyrir mikinn áhuga héðan. Hjá Brimborg, söluaðila Volvo á Íslandi, gerði þessi áhugi sannarlega vart við sig og hefði auðveldlega tugur af þessum fyrstu bílum endað hérlendis ef það hefði staðið til boða. Brimborg hefur sjaldan áður fengið önnur eins viðbrögð við útkomu eins bíls og nýs XC90 og hafa sölumenn vart undan að svara spurningum áhugasamra. Brimborg getur pantað fyrstu XC90 bílana í janúar á næsta ári og verða þeir að vonum til afgreiðslu í apríl/maí. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Fyrir tveimur vikum kynnti Volvo nýja XC90 jeppa sinn fyrir heimsbyggðinni og lét þá fylgja sögunni að pantanir fyrir fyrstu 1.927 bílana af þeirri gerð mætti gera frá 3. september. Ástæðan fyrir þessum fjölda, þ.e. 1.927 bílum er vegna þess að Volvo var stofnað árið 1.927. Það tók ekki nema ríflega tvo sólarhringa að selja þessa bíla og því má með sanni segja að þessum endurskapaða jeppa Volvo sé tekið með kostum. Þessir fyrstu bílar verða númeraðir frá eintaki 1 til eintaks 1.927. Því miður stóð það ekki öllum markaðssvæðum til boða að panta eintak af þessum fyrstu bílum og var það meðal annars ekki hægt frá Íslandi, þrátt fyrir mikinn áhuga héðan. Hjá Brimborg, söluaðila Volvo á Íslandi, gerði þessi áhugi sannarlega vart við sig og hefði auðveldlega tugur af þessum fyrstu bílum endað hérlendis ef það hefði staðið til boða. Brimborg hefur sjaldan áður fengið önnur eins viðbrögð við útkomu eins bíls og nýs XC90 og hafa sölumenn vart undan að svara spurningum áhugasamra. Brimborg getur pantað fyrstu XC90 bílana í janúar á næsta ári og verða þeir að vonum til afgreiðslu í apríl/maí.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent