Fyrstu Mitsubishi PHEV afhentir Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 15:58 Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu ásamt Árveigu Aradóttur og Bjarna Sigurðssyni sem tóku við lyklunum af Stefáni Sandholt sölustjóra Mitsubishi. Mitsubishi Outlander PHEV er kominn til landsins og voru fyrstu bílarnir afhentir eigendum sínum síðastliðinn föstudag. Mitsubishi Outlander PHEV er sérstakur að mörgu leiti en hann sameinar eiginleika sem enginn bílaframleiðenda hefur tekist hingað til. Bíllinn er raf- og bensíndrifinn fjórhjóladrifsbíll og uppfyllir þarfir þeirra sem vilja rúmgóðan, sparneytinn og umhverfisvænan ferða- og fjölskyldubíl hentugan íslenskum aðstæðum. Í sparneytni og útblæstri kemst enginn bíll af sambærilegri stærð í námunda við árangur Misubishi Outlander PHEV og hann setur þar ný viðmið. Hann keyrir eingöngu á rafmagni, með engum útblæstri, allt að 52 kílómetra við bestu aðstæður. Eyðsla fyrstu 100 km með fullhlaðna rafhlöðu getur verið aðeins 1,9 lítrar með útblæstri 44 g CO2 pr. km. Þegar rafmagnið klárast skiptir hann sjálfkrafa yfir í bensín svo ökumaður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjarlægðum á rafmagnsakstri. Bíllinn búinn mörgum öryggiskerfum sem auka möguleika á að fyrirbyggja slys. Sjálfvirk hraðastilling heldur aksturshraða stöðugum og stillir fjarlægð til næsta bíls fyrir framan, hann heldur sama hraða og bíllinn fyrir framan. Bremsi sá bíll bremsar Outlander PHEV sjálfkrafa. Árekstrarvari að framan með bremsuaðstoð sendir boð um neyðarhemlun og hemlar, ef þörf krefur, til að komast hjá árekstri. Akreinavari sendir boð ef bíllinn er á leið út af akrein. Spólvörn, stöðugleikavörn, 9 loftpúðar ásamt Xenon-aðalljósum með sérstaklega breiða ljóskeilu eru einnig staðalbúnaður auk rafmagnsopnanlegrar afturhurðar. Mitsubishi Outlander PHEV hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófun EuroNcap.Helgi Jón Jónsson og Kristín Sigríður Jensdóttir taka við lyklunum frá Stefáni Sandholt sölustjóra Mitsubishi og Guðmundi Snæ Guðmundssyni sölumanni. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Mitsubishi Outlander PHEV er kominn til landsins og voru fyrstu bílarnir afhentir eigendum sínum síðastliðinn föstudag. Mitsubishi Outlander PHEV er sérstakur að mörgu leiti en hann sameinar eiginleika sem enginn bílaframleiðenda hefur tekist hingað til. Bíllinn er raf- og bensíndrifinn fjórhjóladrifsbíll og uppfyllir þarfir þeirra sem vilja rúmgóðan, sparneytinn og umhverfisvænan ferða- og fjölskyldubíl hentugan íslenskum aðstæðum. Í sparneytni og útblæstri kemst enginn bíll af sambærilegri stærð í námunda við árangur Misubishi Outlander PHEV og hann setur þar ný viðmið. Hann keyrir eingöngu á rafmagni, með engum útblæstri, allt að 52 kílómetra við bestu aðstæður. Eyðsla fyrstu 100 km með fullhlaðna rafhlöðu getur verið aðeins 1,9 lítrar með útblæstri 44 g CO2 pr. km. Þegar rafmagnið klárast skiptir hann sjálfkrafa yfir í bensín svo ökumaður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjarlægðum á rafmagnsakstri. Bíllinn búinn mörgum öryggiskerfum sem auka möguleika á að fyrirbyggja slys. Sjálfvirk hraðastilling heldur aksturshraða stöðugum og stillir fjarlægð til næsta bíls fyrir framan, hann heldur sama hraða og bíllinn fyrir framan. Bremsi sá bíll bremsar Outlander PHEV sjálfkrafa. Árekstrarvari að framan með bremsuaðstoð sendir boð um neyðarhemlun og hemlar, ef þörf krefur, til að komast hjá árekstri. Akreinavari sendir boð ef bíllinn er á leið út af akrein. Spólvörn, stöðugleikavörn, 9 loftpúðar ásamt Xenon-aðalljósum með sérstaklega breiða ljóskeilu eru einnig staðalbúnaður auk rafmagnsopnanlegrar afturhurðar. Mitsubishi Outlander PHEV hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófun EuroNcap.Helgi Jón Jónsson og Kristín Sigríður Jensdóttir taka við lyklunum frá Stefáni Sandholt sölustjóra Mitsubishi og Guðmundi Snæ Guðmundssyni sölumanni.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent