Guðmundur Benediktsson verður með nýjan markaþátt í kvöld þar sem leikur Íslands og Tyrklands verður krufinn til mergjar ásamt því að litið verður á helstu leiki fyrstu umferðar undankeppninnar.
Guðmundur fær góða gesti til sín í kvöld en þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Þorvaldur Örlygsson verða honum innan handar.
Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst um leið og leik Íslands og Tyrklands lýkur.
