Kazakhstan og Lettland gerðu jafntefli á heimavelli Kazakhstan í fyrsta leik A-riðilsins í undankeppni Evrópumótsins en leiknum lauk rétt í þessu.
Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undankeppninni. Þrátt fyrir að heimamenn hafi verið töluvert sterkari í leiknum náðu þeir ekki að skora og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Lettland mætir Íslandi á heimavelli í næstu umferð.
Í nágrannaríki Kazakhstan áttust við Azerbaijan og Búlgaría. Gestirnir frá Búlgaríu komust yfir í fyrri hálfleik en Azerbaijan náði að svara með jöfnunarmarki um miðbik seinni hálfleiks. Ventsislav Hristov náði hinsvegar að skora sigurmark Búlgaríu þegar fimm mínútur voru til leiksloka og tóku Búlgararnir stigin þrjú heim með sér.
Jafnt í Kazakhstan
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
