Bandarískur nýliði ekur í Spa Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:04 Alexander Rossi verður í fyrsta skipti undir stýri í Formúlu 1 um helgina. Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent
Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent