Gítarstef Whole Lotta Love valið það besta í sögunni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 26. ágúst 2014 13:41 Gítarstefið í laginu Whole Lotta Love með Led Zeppelin hefur verið valið það besta í sögunni af hlustendum BBC Radio 2 í Bretlandi. Stöðin setti keppni af stað í byrjun sumars og gaf hlustendum tækifæri á að velja úr 100 lögum og eru niðurstöðurnar nú loks ljósar. Eins og fyrr segir var gítarstefið í Whole Lotta Love valið það besta en í sætunum þar fyrir neðan mátti finna lögin Sweet Child of Mine með Guns N‘ Roses og Back In Black með AC/DC.Slipknot hafa nú opinberað nafn fimmtu breiðskífu sinnar en platan mun bera titilinn „5: The Grey Chapter". En platan kemur út þann 20.október næstkomandi og mun hljómsveitin fylgja henni eftir með stóru tónleikaferðalagi um N-Ameríku ásamt Korn og hljómsveitinni King 810. Margt hefur breyst hjá Slipknot síðan að þeir gáfu út All Hope is Gone árið 2008 en síðan þá hafa þeir misst bassaleikarann Paul Gray sem lést af of stórum fíkniefnaskammti auk þess sem að trommarinn Joey Jordison er hættur í hljómsveitinni.Nordipchotos/GettyNú stefnir í talsverðar deilur innan tónlistariðnaðarins um hvaða vikudag er best að gefa út nýja tónlist. Í núverandi kerfi er þetta mismunandi eftir löndum. Í N-Ameríku er nánast öll tónlist gefin út á þriðjudögum á meðan að Bretar notast við mánudaga. Í Þýskalandi, Ástralíu og víðar eru föstudagar notaðir til að gefa út tónlist. Stærstu plötufyrirtækin mæla nú fyrir því að allir skulu miða sig við að gefa nýja tónlist út á föstudögum en litlar plötubúðir mótmælega þessu harðlega og segja að frekar ætti að miða við þriðjudaga eða miðvikudaga. Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að tónlistariðnaðurinn vill sporna gegn því að tónlist sem gefin er út á mánudögum sé iðulega orðin aðgengileg á netinu helgina fyrir settan útgáfudag. Hljómsveitin The Strokes kom fram á sínum fjórðu tónleikum á árinu þegar að sveitin spilaði á tónlistarhátíð í Los Angeles á sunnudagskvöld. En hljómsveitin hefur nánast ekkert spilað síðan að hún gaf út plötuna Comedown Machine árið 2013. Tónleikunum var því beðið með mikilli eftirvæntingu og spilaði The Strokes 17 lög sem spönnuðu allan feril þeirra og var tónleikunum vel tekið af áhorfendum. Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon
Gítarstefið í laginu Whole Lotta Love með Led Zeppelin hefur verið valið það besta í sögunni af hlustendum BBC Radio 2 í Bretlandi. Stöðin setti keppni af stað í byrjun sumars og gaf hlustendum tækifæri á að velja úr 100 lögum og eru niðurstöðurnar nú loks ljósar. Eins og fyrr segir var gítarstefið í Whole Lotta Love valið það besta en í sætunum þar fyrir neðan mátti finna lögin Sweet Child of Mine með Guns N‘ Roses og Back In Black með AC/DC.Slipknot hafa nú opinberað nafn fimmtu breiðskífu sinnar en platan mun bera titilinn „5: The Grey Chapter". En platan kemur út þann 20.október næstkomandi og mun hljómsveitin fylgja henni eftir með stóru tónleikaferðalagi um N-Ameríku ásamt Korn og hljómsveitinni King 810. Margt hefur breyst hjá Slipknot síðan að þeir gáfu út All Hope is Gone árið 2008 en síðan þá hafa þeir misst bassaleikarann Paul Gray sem lést af of stórum fíkniefnaskammti auk þess sem að trommarinn Joey Jordison er hættur í hljómsveitinni.Nordipchotos/GettyNú stefnir í talsverðar deilur innan tónlistariðnaðarins um hvaða vikudag er best að gefa út nýja tónlist. Í núverandi kerfi er þetta mismunandi eftir löndum. Í N-Ameríku er nánast öll tónlist gefin út á þriðjudögum á meðan að Bretar notast við mánudaga. Í Þýskalandi, Ástralíu og víðar eru föstudagar notaðir til að gefa út tónlist. Stærstu plötufyrirtækin mæla nú fyrir því að allir skulu miða sig við að gefa nýja tónlist út á föstudögum en litlar plötubúðir mótmælega þessu harðlega og segja að frekar ætti að miða við þriðjudaga eða miðvikudaga. Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að tónlistariðnaðurinn vill sporna gegn því að tónlist sem gefin er út á mánudögum sé iðulega orðin aðgengileg á netinu helgina fyrir settan útgáfudag. Hljómsveitin The Strokes kom fram á sínum fjórðu tónleikum á árinu þegar að sveitin spilaði á tónlistarhátíð í Los Angeles á sunnudagskvöld. En hljómsveitin hefur nánast ekkert spilað síðan að hún gaf út plötuna Comedown Machine árið 2013. Tónleikunum var því beðið með mikilli eftirvæntingu og spilaði The Strokes 17 lög sem spönnuðu allan feril þeirra og var tónleikunum vel tekið af áhorfendum.
Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon