Framleiða aftur Land Cruiser 70 Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 09:35 Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent