12 ára vann Volvo með holu í höggi Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 14:07 Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“ Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent
Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent