ÍR-ingar fara nýja leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 15:00 Vísir/Vilhelm ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira