Umhverfis jörðina á Mini Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 13:54 Kátir þjóðverjarnir tveir taka pásu á löngum akstrinum. Tveir Þjóðverjar fengu þá undarlegu hugmynd að aka Mini Countryman bíl umhverfis jörðina og hafa nú næstum klárað ferð sína. Þeir lögðu upp frá hinum fallega bæ Heidelberg í Þýskalandi, óku þaðan gegnum Pólland, Eistrasaltslöndin, Rússland, Kóreu og Japan. Það var helst ævintýraþrá tvímenninganna sem fékk þá til frarinnar, þó svo þeir hafi fengið nokkra styrktaraðila til að þátt í kostnaðinum. Setja þurfti auka eldsneytistank í bílinn, ekki síst til að komast lengri leiðir í austurhluta Rússlands. Þaðan var bíllinn fluttur til vesturstrandar Bandaríkjanna í flugi og óku þeir síðan þvert yfir landið, þar sem ferðin endaði í New York. Að sögn þeirra leiðangursmanna, Fritz Kreis og Thomas Fürst, urðu engin vandræði að fara yfir landamæri alla ferðina og að þeir hafi ekki síður vingast við landamæraverði en annað fólk á langri leið sinni. Engin þörf hafi verið á að múta þeim með amerískum sígarettum eða bera á það fé. Þá hafi það einnig komið þeim í opna skjöldu að vera boðið í tjöld hirðingja og að gestrisni þeirra væri eitthvað sem aldrei liði þeim úr minni. Nú er verið að flytja bílinn frá New York til Bremenhaven og þaðan munu þeir aka honum til Heidelberg og ljúka hringnum. Ekki leiðinlegt hjá þeim í sumar. Leiðin sem tvímenningarnir óku.Ekki gekk allt áfallalaust fyrir sig alla leiðina. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent
Tveir Þjóðverjar fengu þá undarlegu hugmynd að aka Mini Countryman bíl umhverfis jörðina og hafa nú næstum klárað ferð sína. Þeir lögðu upp frá hinum fallega bæ Heidelberg í Þýskalandi, óku þaðan gegnum Pólland, Eistrasaltslöndin, Rússland, Kóreu og Japan. Það var helst ævintýraþrá tvímenninganna sem fékk þá til frarinnar, þó svo þeir hafi fengið nokkra styrktaraðila til að þátt í kostnaðinum. Setja þurfti auka eldsneytistank í bílinn, ekki síst til að komast lengri leiðir í austurhluta Rússlands. Þaðan var bíllinn fluttur til vesturstrandar Bandaríkjanna í flugi og óku þeir síðan þvert yfir landið, þar sem ferðin endaði í New York. Að sögn þeirra leiðangursmanna, Fritz Kreis og Thomas Fürst, urðu engin vandræði að fara yfir landamæri alla ferðina og að þeir hafi ekki síður vingast við landamæraverði en annað fólk á langri leið sinni. Engin þörf hafi verið á að múta þeim með amerískum sígarettum eða bera á það fé. Þá hafi það einnig komið þeim í opna skjöldu að vera boðið í tjöld hirðingja og að gestrisni þeirra væri eitthvað sem aldrei liði þeim úr minni. Nú er verið að flytja bílinn frá New York til Bremenhaven og þaðan munu þeir aka honum til Heidelberg og ljúka hringnum. Ekki leiðinlegt hjá þeim í sumar. Leiðin sem tvímenningarnir óku.Ekki gekk allt áfallalaust fyrir sig alla leiðina.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent