Fegurð allskonar líkama sigga dögg kynfræðingur skrifar 14. ágúst 2014 14:00 Það er tímabært að fagna fjölbreytileika líkamsgerða og lögunnar Mynd/Getty Nýlega tók ég ljósmyndir af kynfærum tuttugu einstaklinga til að sýna fjölbreytileika kynfæranna og að það sé ekki til neitt sem heitir „fullkomið“. Það er mikilvægt að brjóta upp staðalímyndir tengdum líkamsímyndum því alltof margir rogast með skömm um líkama sinn og eyða miklum tíma og orku í að líða illa útaf lögun hans. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur óraunhæfa mynd af líkama sínum og meta hann oftar sem stærri heldur en raunverulega er. Lykilinn í þessu er að skynjun okkar á líkamanum er brengluð og má það meðal annars skýra af því sem oft ber fyrir augu, svo kallaðir „fullkomnir“ líkamar. Margir venja sig á að tala illa um sjálfa sig og sjá bara „gallana“ í speglinum en ekki fegurðina sem aðrir sjá. Liora K ljósmyndari hefur myndað allskonar líkama til að benda á fjölbreytileikannMynd/SkjáskotÞegar kynlífsánægja er skoðuð þá er það ekki svo að þeir með „fullkomnu“ líkamana lifi besta kynlífinu heldur eru það þeir sem líður vel í eigin skinni sem njóta sín hvað best í kynlífi, bæði fyrir sig sjálft og bólfélagann. Næst þegar einhver hrósar þér, segðu þá takk. Ekkert meira, ekkert minna, bara takk. Æfðu þig í að einblína á það sem þér þykir fallegt í fari þínu og ef þú finnur ekki neitt, hlustaði þá á hrósin. Það er hægt að temja sér jákvæða líkamsímynd. Það má ekki gleyma því að líkamslögun fylgir tískubylgjum og að lögun líkamans stýrir ekki hvernig manneskjan er eða persónuleika hennar. Með því að birta oftar myndi af allskonar líkömum getum við smátt og smátt síað inn annað fegurðarviðmið og vonandi breytt okkar eigin sýn á okkur sjálfum.Líkamar eru allskonarMynd/Skjáskot Heilsa Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Nýlega tók ég ljósmyndir af kynfærum tuttugu einstaklinga til að sýna fjölbreytileika kynfæranna og að það sé ekki til neitt sem heitir „fullkomið“. Það er mikilvægt að brjóta upp staðalímyndir tengdum líkamsímyndum því alltof margir rogast með skömm um líkama sinn og eyða miklum tíma og orku í að líða illa útaf lögun hans. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur óraunhæfa mynd af líkama sínum og meta hann oftar sem stærri heldur en raunverulega er. Lykilinn í þessu er að skynjun okkar á líkamanum er brengluð og má það meðal annars skýra af því sem oft ber fyrir augu, svo kallaðir „fullkomnir“ líkamar. Margir venja sig á að tala illa um sjálfa sig og sjá bara „gallana“ í speglinum en ekki fegurðina sem aðrir sjá. Liora K ljósmyndari hefur myndað allskonar líkama til að benda á fjölbreytileikannMynd/SkjáskotÞegar kynlífsánægja er skoðuð þá er það ekki svo að þeir með „fullkomnu“ líkamana lifi besta kynlífinu heldur eru það þeir sem líður vel í eigin skinni sem njóta sín hvað best í kynlífi, bæði fyrir sig sjálft og bólfélagann. Næst þegar einhver hrósar þér, segðu þá takk. Ekkert meira, ekkert minna, bara takk. Æfðu þig í að einblína á það sem þér þykir fallegt í fari þínu og ef þú finnur ekki neitt, hlustaði þá á hrósin. Það er hægt að temja sér jákvæða líkamsímynd. Það má ekki gleyma því að líkamslögun fylgir tískubylgjum og að lögun líkamans stýrir ekki hvernig manneskjan er eða persónuleika hennar. Með því að birta oftar myndi af allskonar líkömum getum við smátt og smátt síað inn annað fegurðarviðmið og vonandi breytt okkar eigin sýn á okkur sjálfum.Líkamar eru allskonarMynd/Skjáskot
Heilsa Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira