Gengur fyrir beikoni Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 09:34 Á eldsneytistankinum stendur, "Bacon fuel only". Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent
Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent