Svalbarðsá komin yfir 300 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2014 11:59 Veiðin í Svalbarðsá hefur verið frábær í sumar og áin er komin yfir veiðina í fyrra sem þó þótti afbragðs veiðiár. Það sem eykur á ánægju þeirra sem hafa heimsótt ánna í sumar er góð meðalþyngd en um 80% af laxinum er vænn tveggja ára lax og ennþá er lax að ganga. Í gærmorgun veiddust lúsugir laxar í ánni sem gefur til kynna að áin eigi ennþá nóg inni enda ennþá mánuður eftir af veiðitímanum og lax getur verið að ganga í ánna alveg fram í byrjun september. Þess má geta að Svalbarðsá er aðeins veidd á 2-3 stangir. Áin er löngu upseld og þeir sem hafa veitt hana í sumar eru þegar farnir ða tryggja sér daga að ári. Af öðrum veiðisvæðum Veiðifélagsins Hreggnasa má nefna að Laxá í Kjós er komin í 350 laxa en það sem hefur helst hamlað veiðum þar er hraðminnkandi vatn og tregleiki í laxinum til að ganga upp í ánna af frísvæðinu en þar hefur safnast saman mikið af lax og sjóbirting. Buðga hefur gefið mesta veiði síðustu daga enda virðist hún halda vatni mun betur í þurrkum en Laxá sjálf. Korpan er að komast í 140 laxa sem er mjög góð veiði í þessari sjálfbæru nettu á og Brynjudalsá er sömuleiðis á pari við sitt meðaltal. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði
Veiðin í Svalbarðsá hefur verið frábær í sumar og áin er komin yfir veiðina í fyrra sem þó þótti afbragðs veiðiár. Það sem eykur á ánægju þeirra sem hafa heimsótt ánna í sumar er góð meðalþyngd en um 80% af laxinum er vænn tveggja ára lax og ennþá er lax að ganga. Í gærmorgun veiddust lúsugir laxar í ánni sem gefur til kynna að áin eigi ennþá nóg inni enda ennþá mánuður eftir af veiðitímanum og lax getur verið að ganga í ánna alveg fram í byrjun september. Þess má geta að Svalbarðsá er aðeins veidd á 2-3 stangir. Áin er löngu upseld og þeir sem hafa veitt hana í sumar eru þegar farnir ða tryggja sér daga að ári. Af öðrum veiðisvæðum Veiðifélagsins Hreggnasa má nefna að Laxá í Kjós er komin í 350 laxa en það sem hefur helst hamlað veiðum þar er hraðminnkandi vatn og tregleiki í laxinum til að ganga upp í ánna af frísvæðinu en þar hefur safnast saman mikið af lax og sjóbirting. Buðga hefur gefið mesta veiði síðustu daga enda virðist hún halda vatni mun betur í þurrkum en Laxá sjálf. Korpan er að komast í 140 laxa sem er mjög góð veiði í þessari sjálfbæru nettu á og Brynjudalsá er sömuleiðis á pari við sitt meðaltal.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði