Eystri Rangá fer líklega fyrst yfir 2000 laxa í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2014 21:09 Einn af stærstu löxunum úr Eystri Rangá í sumar sem var vigtaður 10.5 kg Í gærkvöldi var búið að bóka 1738 laxa í Eystri Rangá og miðað við veiðina í henni síðustu daga verður hún líklega fyrsta áin yfir 2000 laxa í sumar. Hún verður þó vonandi ekki eina áin en Ytri Rangá fer vafalítið vel yfir það í sumar ásamt Eystri Rangá. Blanda á ennþá möguleika en veiðin í henni hefur verið mjög góð í sumar þrátt fyrir skort á smálaxi. Það verður að teljast líklegt miðað við veiðitölur síðustu viku að aðeins tvær ár fari örugglega yfir 2000 laxa en það verða á systurárnar á Rangárvöllum en Blanda eins og áður segir á samt ennþá möguleika. Nú fer í hönd veiðitími sem oft er gjöfull á norður og norðausturlandi sem á eftir að lyfta veiðitölum vonandi hressilega upp á þeim landshluta. Maðkahollin mæta síðan upp úr miðjum september í Ytri Rangá og þá getur verið mokveiði fyrstu dagana þar á eftir þegar laxinn sér þann orminn í fyrsta skipti. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Í gærkvöldi var búið að bóka 1738 laxa í Eystri Rangá og miðað við veiðina í henni síðustu daga verður hún líklega fyrsta áin yfir 2000 laxa í sumar. Hún verður þó vonandi ekki eina áin en Ytri Rangá fer vafalítið vel yfir það í sumar ásamt Eystri Rangá. Blanda á ennþá möguleika en veiðin í henni hefur verið mjög góð í sumar þrátt fyrir skort á smálaxi. Það verður að teljast líklegt miðað við veiðitölur síðustu viku að aðeins tvær ár fari örugglega yfir 2000 laxa en það verða á systurárnar á Rangárvöllum en Blanda eins og áður segir á samt ennþá möguleika. Nú fer í hönd veiðitími sem oft er gjöfull á norður og norðausturlandi sem á eftir að lyfta veiðitölum vonandi hressilega upp á þeim landshluta. Maðkahollin mæta síðan upp úr miðjum september í Ytri Rangá og þá getur verið mokveiði fyrstu dagana þar á eftir þegar laxinn sér þann orminn í fyrsta skipti.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði