Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Líklega öruggasta ökumanns uppstilling næsta tímabils er Mercedes liðsins. Vísir/Getty Sú er tíðin að Formúlu 1 liðin huga að næsta tímabili. Rykið er farið að setjast eftir stærstu tæknibreytingsar í manna minnum. Lítilla sviftinga er að vænta í goggunarröðinni það sem eftir er af þessu tímabili. Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? Þessum verður öllu svarað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Daniel Ricciardo hefur látið Sebastian Vettel svitna aðeins á tímabilinu.Vísir/GettyHverjir eru með allt sitt á hreinu? Mercedes og Red Bull munu að öllu óbreyttu halda sömu ökumönnum á næsta tímabili. Deilunum og dramanu á milli Lewis Hamilton og Nico Rosberg er því hvergi nærri lokið. Ekki er víst að Sebastian Vettel sætti sig lengi við það að hinn ungi Ástrali, Daniel Ricciardo sýni honum ítrekað í tvo heimana. Líklega er stutt í að þolinmæði Þjóðverjans sé á þrotum. Vettel gæti farið heimta meiri athygli eða sérmeðferð frá liðinu.Kevin Magnussen byrjaði tímabilið með látum.Vísir/GettyHverjir hafa nóg að gera? McLaren liðið hefur ekki samið við sína ökumenn. Hvorki reynsluboltinn Jenson Button né nýliðinn Kevin Magnussen hafa staðfest að þeir verði hjá McLaren á næsta ári. Button hefur þegar gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að keppa í annarri akstursíþrótt en Formúlu 1. Magnussen hefur átt kaflaskipt tímabil, hann byrjaði með látum og náði öðru sæti strax í fyrstu keppni. Hann hefur hins vegar ekki komist á verðlaunapall síðan. Það er viss óvissa yfir McLaren liðinu á næsta ári. Honda mun skaffa vélar í bíla liðsins. Núna notar liðið Mercedes vélar, sem eru án nokkurs vafa þær bestu sem völ er á. Það eru því stórir skór sem Honda þarf að fylla á næsta tímabili.Felipe Massa hefur staðið sig vel hjá Williams.Vísir/GettyStiklað á stóruFelipe Massa sem kom til Williams fyrir tímabilið, skrifaði undir margra ára samning þar og er ekki að fara neitt. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas hefur náð athygli stærri liða en þar er ekki pláss fyrir hann. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff hefur sagt að liðið fylgist grannt með Bottas. Ferrari hefur nýlega þaggað niður í orðrómi um að ökumenn liðsins séu á förum. Einnig hefur liðið neitað að Pat Fry, tæknistjóra hafi verið sagt upp. Þess má þá geta að Marussia ökumaðurinn Jules Bianchi er farinn að banka á hurðir Ferrari verksmiðjunnar og óska eftir sæti. Hann kemur úr ökumannsskóla Ferrari og þykir því líklegur sem næsti ökumaður liðsins. Það virðist nánast bara vera tímaspursmál hvenær hann ekur fyrir liðið.Maldonado hefur valdið og lent í talsverðum vandræðum, hann velti t.d. bíl Esteban Gutierrez.Vísir/GettyLotus Liðið hefur átt afleitt tímabil, Romain Grosjean gaf það út nýlega að hann ætlaði að verja sumarfríinu í að hugsa sinn gang. Hann er eflaust að skoða önnur lið en lítið virðist vera um möguleika fyrir þennan hæfileikaríka ökumann.Pastor Maldonado, hinn ökumaður Lotus liðsins hefur þegar samið við liðið fyrir næsta ár. Mörgum til mikillar udrunar. Sennilega hefur Lotus ekki getað annað, gegni liðsins hefur ekki verið til þess að auka auglýsingatekjur liðsins sem glímir við fjárhagsvandræði. Maldonado fylgir áfram sandur af seðlum, þrátt fyrir að ríkisstjórn Venezúela sem var hans helsti bakhjarl, hafi stöðvað sínar styrkveitingar. Einhverjir hefði fegnir séð á eftir vandræðagemlingnum.Daniil Kvyat hefur komið skemmtilega á óvart og er ískaldur á brautinni.Vísir/GettyToro RossoJean-Eric Vergne er laus undan klóm Red Bull liðsins, sem á Toro Rosso liðið og stýrir þar ökumannsskipan að miklu leyti. Hann fékk ekki tækifæri hjá Red Bull þegar Mark Webber hætti, Ricciardo fékk lausa sætið og Vergne sat eftir hjá litla liðinu. Hann dreymir örugglega um gott sæti hjá McLaren eða Force India. Það er líklega ekki að fara að losna sæti hjá Red Bull á næstu árum.Max Verstappen hefur fengið sæti Vergne hjá Toro Rosso á næsta tímabili. Verstappen verður þar með yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Hann verður 17 ára þegar hann sest undir stýri í sinni fyrstu keppni, á 18. aldursári.Daniil Kvyat, liðsfélagi Vergne er á sínu fyrsta ári og þykir hafa sannað sig. Hann hefur ítrekað komist í síðustu lotu tímatökunnar. Hann bætti met Vettel sem yngsti ökumaðurinn til að enda í stigasæti.Marco Mattiacci var skipt inn fyrir Domenicali sem liðsstjóri Ferrari.Vísir/GettyVarnaðarorðÞað skal þó haft í huga að í sögulegu samhengi eru liðsstjórar og ökumenn í Formúlu 1 ekki þekktir fyrir að gefa miklar upplýsingar um hvað gerist bak við tjöldin. Skemmst er að minnast þess þegar Stefano Domenicali var látinn fara frá Ferrari. Ferrari neitaði því þangað til búið var að finna annan mann í starfið að Domenicali væri í hættu. Formúla Tengdar fréttir Albers: Ökumenn verða að standa sig til að halda sætinu Christijan Albers liðsstjóri Caterham liðsins segir að ökumenn liðsins verði að standa sig ef þeir ætla sér að klára tímabilið með liðinu. 8. ágúst 2014 22:30 Grosjean: Lotusbíllinn verður betri á næsta ári Romain Grosjean, annar ökumanna Lotus liðsins segist sannfærður um að liðinu takist að hanna betri bíl fyrir næsta tímabil. 12. ágúst 2014 23:00 Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30 Williams vill fara að vinna keppnir Frammistöðustjóri Williams liðsins, Rob Smedley segir að liðið eigi að stefna á að vinna í næstu tvem keppnum. 5. ágúst 2014 22:00 Mikil vinna framundan hjá Ferrari Marco Mattiacci, liðsstjóri Ferrari segir að liðsins bíði mikil vinna. Liðið ætli sér aftur á toppinn en muni þurfa að hafa fyrir því. 1. ágúst 2014 15:00 Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45 Bottas: Williams verður áfram í baráttunni 2015 Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 segist sannfærður um að góður árangur liðsins að undanförnu muni halda áfram á næsta ári. 9. ágúst 2014 23:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sú er tíðin að Formúlu 1 liðin huga að næsta tímabili. Rykið er farið að setjast eftir stærstu tæknibreytingsar í manna minnum. Lítilla sviftinga er að vænta í goggunarröðinni það sem eftir er af þessu tímabili. Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? Þessum verður öllu svarað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Daniel Ricciardo hefur látið Sebastian Vettel svitna aðeins á tímabilinu.Vísir/GettyHverjir eru með allt sitt á hreinu? Mercedes og Red Bull munu að öllu óbreyttu halda sömu ökumönnum á næsta tímabili. Deilunum og dramanu á milli Lewis Hamilton og Nico Rosberg er því hvergi nærri lokið. Ekki er víst að Sebastian Vettel sætti sig lengi við það að hinn ungi Ástrali, Daniel Ricciardo sýni honum ítrekað í tvo heimana. Líklega er stutt í að þolinmæði Þjóðverjans sé á þrotum. Vettel gæti farið heimta meiri athygli eða sérmeðferð frá liðinu.Kevin Magnussen byrjaði tímabilið með látum.Vísir/GettyHverjir hafa nóg að gera? McLaren liðið hefur ekki samið við sína ökumenn. Hvorki reynsluboltinn Jenson Button né nýliðinn Kevin Magnussen hafa staðfest að þeir verði hjá McLaren á næsta ári. Button hefur þegar gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að keppa í annarri akstursíþrótt en Formúlu 1. Magnussen hefur átt kaflaskipt tímabil, hann byrjaði með látum og náði öðru sæti strax í fyrstu keppni. Hann hefur hins vegar ekki komist á verðlaunapall síðan. Það er viss óvissa yfir McLaren liðinu á næsta ári. Honda mun skaffa vélar í bíla liðsins. Núna notar liðið Mercedes vélar, sem eru án nokkurs vafa þær bestu sem völ er á. Það eru því stórir skór sem Honda þarf að fylla á næsta tímabili.Felipe Massa hefur staðið sig vel hjá Williams.Vísir/GettyStiklað á stóruFelipe Massa sem kom til Williams fyrir tímabilið, skrifaði undir margra ára samning þar og er ekki að fara neitt. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas hefur náð athygli stærri liða en þar er ekki pláss fyrir hann. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff hefur sagt að liðið fylgist grannt með Bottas. Ferrari hefur nýlega þaggað niður í orðrómi um að ökumenn liðsins séu á förum. Einnig hefur liðið neitað að Pat Fry, tæknistjóra hafi verið sagt upp. Þess má þá geta að Marussia ökumaðurinn Jules Bianchi er farinn að banka á hurðir Ferrari verksmiðjunnar og óska eftir sæti. Hann kemur úr ökumannsskóla Ferrari og þykir því líklegur sem næsti ökumaður liðsins. Það virðist nánast bara vera tímaspursmál hvenær hann ekur fyrir liðið.Maldonado hefur valdið og lent í talsverðum vandræðum, hann velti t.d. bíl Esteban Gutierrez.Vísir/GettyLotus Liðið hefur átt afleitt tímabil, Romain Grosjean gaf það út nýlega að hann ætlaði að verja sumarfríinu í að hugsa sinn gang. Hann er eflaust að skoða önnur lið en lítið virðist vera um möguleika fyrir þennan hæfileikaríka ökumann.Pastor Maldonado, hinn ökumaður Lotus liðsins hefur þegar samið við liðið fyrir næsta ár. Mörgum til mikillar udrunar. Sennilega hefur Lotus ekki getað annað, gegni liðsins hefur ekki verið til þess að auka auglýsingatekjur liðsins sem glímir við fjárhagsvandræði. Maldonado fylgir áfram sandur af seðlum, þrátt fyrir að ríkisstjórn Venezúela sem var hans helsti bakhjarl, hafi stöðvað sínar styrkveitingar. Einhverjir hefði fegnir séð á eftir vandræðagemlingnum.Daniil Kvyat hefur komið skemmtilega á óvart og er ískaldur á brautinni.Vísir/GettyToro RossoJean-Eric Vergne er laus undan klóm Red Bull liðsins, sem á Toro Rosso liðið og stýrir þar ökumannsskipan að miklu leyti. Hann fékk ekki tækifæri hjá Red Bull þegar Mark Webber hætti, Ricciardo fékk lausa sætið og Vergne sat eftir hjá litla liðinu. Hann dreymir örugglega um gott sæti hjá McLaren eða Force India. Það er líklega ekki að fara að losna sæti hjá Red Bull á næstu árum.Max Verstappen hefur fengið sæti Vergne hjá Toro Rosso á næsta tímabili. Verstappen verður þar með yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Hann verður 17 ára þegar hann sest undir stýri í sinni fyrstu keppni, á 18. aldursári.Daniil Kvyat, liðsfélagi Vergne er á sínu fyrsta ári og þykir hafa sannað sig. Hann hefur ítrekað komist í síðustu lotu tímatökunnar. Hann bætti met Vettel sem yngsti ökumaðurinn til að enda í stigasæti.Marco Mattiacci var skipt inn fyrir Domenicali sem liðsstjóri Ferrari.Vísir/GettyVarnaðarorðÞað skal þó haft í huga að í sögulegu samhengi eru liðsstjórar og ökumenn í Formúlu 1 ekki þekktir fyrir að gefa miklar upplýsingar um hvað gerist bak við tjöldin. Skemmst er að minnast þess þegar Stefano Domenicali var látinn fara frá Ferrari. Ferrari neitaði því þangað til búið var að finna annan mann í starfið að Domenicali væri í hættu.
Formúla Tengdar fréttir Albers: Ökumenn verða að standa sig til að halda sætinu Christijan Albers liðsstjóri Caterham liðsins segir að ökumenn liðsins verði að standa sig ef þeir ætla sér að klára tímabilið með liðinu. 8. ágúst 2014 22:30 Grosjean: Lotusbíllinn verður betri á næsta ári Romain Grosjean, annar ökumanna Lotus liðsins segist sannfærður um að liðinu takist að hanna betri bíl fyrir næsta tímabil. 12. ágúst 2014 23:00 Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30 Williams vill fara að vinna keppnir Frammistöðustjóri Williams liðsins, Rob Smedley segir að liðið eigi að stefna á að vinna í næstu tvem keppnum. 5. ágúst 2014 22:00 Mikil vinna framundan hjá Ferrari Marco Mattiacci, liðsstjóri Ferrari segir að liðsins bíði mikil vinna. Liðið ætli sér aftur á toppinn en muni þurfa að hafa fyrir því. 1. ágúst 2014 15:00 Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45 Bottas: Williams verður áfram í baráttunni 2015 Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 segist sannfærður um að góður árangur liðsins að undanförnu muni halda áfram á næsta ári. 9. ágúst 2014 23:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Albers: Ökumenn verða að standa sig til að halda sætinu Christijan Albers liðsstjóri Caterham liðsins segir að ökumenn liðsins verði að standa sig ef þeir ætla sér að klára tímabilið með liðinu. 8. ágúst 2014 22:30
Grosjean: Lotusbíllinn verður betri á næsta ári Romain Grosjean, annar ökumanna Lotus liðsins segist sannfærður um að liðinu takist að hanna betri bíl fyrir næsta tímabil. 12. ágúst 2014 23:00
Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30
Williams vill fara að vinna keppnir Frammistöðustjóri Williams liðsins, Rob Smedley segir að liðið eigi að stefna á að vinna í næstu tvem keppnum. 5. ágúst 2014 22:00
Mikil vinna framundan hjá Ferrari Marco Mattiacci, liðsstjóri Ferrari segir að liðsins bíði mikil vinna. Liðið ætli sér aftur á toppinn en muni þurfa að hafa fyrir því. 1. ágúst 2014 15:00
Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 29. júlí 2014 22:45
Bottas: Williams verður áfram í baráttunni 2015 Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 segist sannfærður um að góður árangur liðsins að undanförnu muni halda áfram á næsta ári. 9. ágúst 2014 23:15