Hagnaður Volkswagen minnkar Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 14:15 Hinn sjö sæta Volkswagen Crossblue á að hjálpa til við sölu bíla í Bandaríkjunum. Þegar talið hefur verið uppúr buddunum hjá Volkswagen bílfjölskyldunni fyrir annan fjórðung þessa árs kemur í ljós að hagnaður er minni en á sama tíma í fyrra. Helst er um að kenna minnkandi sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum og óhagstæðri gjaldmiðlaþróun. Hagnaðurinn nú nemur þó 520 milljörðum króna en var 537 milljarðar í fyrra og lækkaði því um 3,1%. Velta Volkswagen minnkaði um 2,2% á þessum þremur mánuðum, frá apríl til júní. Mikið framlag Audi og Porsche til hagnaðar samsteypunnar bjargaði því þó að hagnaðarminnkunin var ekki meiri. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum minnkaði um 15%, en jókst um 23% hjá Audi en góður vöxtur Porsche, Bentley og Lamborghini vestanhafs vóg upp lélegt gengi Volkswagen þar. Öðru máli gengdi um sölu Volkswagen bíla í Kína en þar er vöxturinn í sölu svo góður að hann nær að vega upp dræma sölu í Bandaríkjunum og því mun markmið Volkswagen að ná 10 milljón bíla sölu í ár líklega ganga eftir. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þegar talið hefur verið uppúr buddunum hjá Volkswagen bílfjölskyldunni fyrir annan fjórðung þessa árs kemur í ljós að hagnaður er minni en á sama tíma í fyrra. Helst er um að kenna minnkandi sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum og óhagstæðri gjaldmiðlaþróun. Hagnaðurinn nú nemur þó 520 milljörðum króna en var 537 milljarðar í fyrra og lækkaði því um 3,1%. Velta Volkswagen minnkaði um 2,2% á þessum þremur mánuðum, frá apríl til júní. Mikið framlag Audi og Porsche til hagnaðar samsteypunnar bjargaði því þó að hagnaðarminnkunin var ekki meiri. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum minnkaði um 15%, en jókst um 23% hjá Audi en góður vöxtur Porsche, Bentley og Lamborghini vestanhafs vóg upp lélegt gengi Volkswagen þar. Öðru máli gengdi um sölu Volkswagen bíla í Kína en þar er vöxturinn í sölu svo góður að hann nær að vega upp dræma sölu í Bandaríkjunum og því mun markmið Volkswagen að ná 10 milljón bíla sölu í ár líklega ganga eftir.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent