Hraunvötnin gefa stóra urriða Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2014 11:22 Mynd: Tómas Skúlasson Hraunvötnin og Grænavatn í Veiðivötnum gefa oft stóra urriða og venjulega eru þetta vötnin sem gefa stærstu urriðana á hverju ári. Grænavatn á enn sem komið er stærsta fisk sumarsins sem er 14 pund en í magni koma flestir stóru fiskarnir upp í Hraunvötnum. Þetta sést vel á veiðitölum en 111 urriðar veiddust í Hraunvötnum liðna viku og 21 urriði í Grænavatni. Tómas Skúlasson var við veiðar ásamt Erni félaga sínum í Hraunvötnum og komu þeir í bæinn í gær eftir vel heppnaða ferð. Tómas er þekktur fyrir að setja í stórfiska, hvort heldur sem er lax eða silungur, en nýlega sýndum við myndir af tröllvöxnum bleikjum sem hann veiddi ásamt hópi erlendra veiðimanna á Arnarvatnsheiði. Í Hraunsvötnum veiddi hann meðal annars þessa tvo flottu urriða á flugu sem hann kallar Svartann Homma og er nobbler afbrigði en þær flugur hafa verið mjög góðar í vötnunum í hinum ýmsu afbrigðum. Þessi fluga er afskaplega veiðileg að sjá og nokkuð víst að einhverjir sem eiga leið upp í Veiðivötn eiga eftir að hnýta eftir flugunni sem er ein af myndunum sem fylgir þessari frétt. Endilega deilið með okkur veiðifréttum og veiðimyndum frá ykkar veiði í sumar. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is og ekki gleyma að láta fullt nafn og símanúmer fylgja póstinum. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Hraunvötnin og Grænavatn í Veiðivötnum gefa oft stóra urriða og venjulega eru þetta vötnin sem gefa stærstu urriðana á hverju ári. Grænavatn á enn sem komið er stærsta fisk sumarsins sem er 14 pund en í magni koma flestir stóru fiskarnir upp í Hraunvötnum. Þetta sést vel á veiðitölum en 111 urriðar veiddust í Hraunvötnum liðna viku og 21 urriði í Grænavatni. Tómas Skúlasson var við veiðar ásamt Erni félaga sínum í Hraunvötnum og komu þeir í bæinn í gær eftir vel heppnaða ferð. Tómas er þekktur fyrir að setja í stórfiska, hvort heldur sem er lax eða silungur, en nýlega sýndum við myndir af tröllvöxnum bleikjum sem hann veiddi ásamt hópi erlendra veiðimanna á Arnarvatnsheiði. Í Hraunsvötnum veiddi hann meðal annars þessa tvo flottu urriða á flugu sem hann kallar Svartann Homma og er nobbler afbrigði en þær flugur hafa verið mjög góðar í vötnunum í hinum ýmsu afbrigðum. Þessi fluga er afskaplega veiðileg að sjá og nokkuð víst að einhverjir sem eiga leið upp í Veiðivötn eiga eftir að hnýta eftir flugunni sem er ein af myndunum sem fylgir þessari frétt. Endilega deilið með okkur veiðifréttum og veiðimyndum frá ykkar veiði í sumar. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is og ekki gleyma að láta fullt nafn og símanúmer fylgja póstinum.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði