Kristinn Jónsson lék allan leikinn þegar Brommapojkarna og Kalmar gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
David Elm kom Kalmar yfir á 6. mínútu leiksins, en Gustav Sandberg Magnusson jafnaði metin á 53. mínútu og þar við sat.
Brommapojkarna er enn í botnsæti deildarinnar með aðeins níu stig, en liðið er sjö stigum frá öruggu sæti.
Kristinn hefur leikið alla 17 leiki Brommapojkarna í deildinni.
