Eystri Rangá komin í 1136 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2014 10:54 Arnór Laxfjörð með flottann lax úr Eystri Rangá í gær Mynd af FB Eystri Rangár Í gær þegar veiðin af síðdegisvaktinni í Eystri Rangá var bókuð voru komnir 1136 laxar á land en samtals skilaði dagurinn 69 löxum. Veiðin í ánni er búin að vera frábær og með þessu áframhaldi er ljóst að hún fer fljótlega á toppinn á lista yfir aflahæstu árnar í sumar. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að hlutfall af tveggja ára laxi er gríðarlega gott og mikið af þeim laxi er 85-95 sm, svo auðvitað nokkrir 100 sm og meira. Öll svæðin eru að gefa laxa en auðvitað mismikið en það er fiskur á öllum veiðistöðum þannig að engin lendir í því að fá heila vakt á dauðu svæði því það er bara ekki til staðar. Miðað við hvernig margar ár eru að koma út eftir sumarið má reikna með aukinni eftirspurn í haustveiðina í Eystri og raunar í Ytri Rangá líka en hún er loksins að komast í gang. Þeir veiðimenn sem ekki hafa náð laxi í sumar eygja því ennþá von í að þá í lax en haustveiðin í systuránum getur oft verið mjög góð enda er lax að ganga í þær langt fram í desember. Stangveiði Mest lesið Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði
Í gær þegar veiðin af síðdegisvaktinni í Eystri Rangá var bókuð voru komnir 1136 laxar á land en samtals skilaði dagurinn 69 löxum. Veiðin í ánni er búin að vera frábær og með þessu áframhaldi er ljóst að hún fer fljótlega á toppinn á lista yfir aflahæstu árnar í sumar. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að hlutfall af tveggja ára laxi er gríðarlega gott og mikið af þeim laxi er 85-95 sm, svo auðvitað nokkrir 100 sm og meira. Öll svæðin eru að gefa laxa en auðvitað mismikið en það er fiskur á öllum veiðistöðum þannig að engin lendir í því að fá heila vakt á dauðu svæði því það er bara ekki til staðar. Miðað við hvernig margar ár eru að koma út eftir sumarið má reikna með aukinni eftirspurn í haustveiðina í Eystri og raunar í Ytri Rangá líka en hún er loksins að komast í gang. Þeir veiðimenn sem ekki hafa náð laxi í sumar eygja því ennþá von í að þá í lax en haustveiðin í systuránum getur oft verið mjög góð enda er lax að ganga í þær langt fram í desember.
Stangveiði Mest lesið Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði