Nýr Hennessey Venom F5 á að ná 465 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2014 11:54 Núverandi handhafi hraðamets fjöldaframleiddra bíla á Hennessey Venom GT og náði hann 435 km hraða með sín 1.244 hestöfl í farteskinu. Það finnst þeim hjá Hennessey ekki nóg og eru að smíða Venom F5 sem bæta á við um 30 km í hraða og ná 465 km hraða. Vélin í bílnum er 7,0 lítra V8 með tveimur forþjöppum og skilar hún 1.400 hestöflum. Bíllinn verður ekki nema 1.300 kíló svo að hestöflin eru fleiri en kílóin. Hennessey ætlar að minnka loftmótsstöðu bílsins frá síðustu gerð og ná mótstöðunni úr 0,44 í 0,40 en engu að síður ekki minnka niðurþrýsting bílsins sem tryggir það að hann haldist sem fastast á veginum. Þessi bíll verður alls ekki ókeypis, heldur á hann að kosta 1,3 milljónir dollara, eða um 150 milljónir króna. Hennessey ætlar að glíma við hraðametið á saltsléttunum í Bonneville og ekki er að efa að hann bætir hið núverandi met. Hennessey Venom bílar eru smíðaðir í Texas í Bandaríkjunum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Hennessey Venom nota öll sín hestöfl og ná 200 km hraða á innan við 8 sekúndum, 300 km hraða á 13,5 sekúndum og 370 á innan við 20 sekúndum. Það þarf mikið afl til þess. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent
Núverandi handhafi hraðamets fjöldaframleiddra bíla á Hennessey Venom GT og náði hann 435 km hraða með sín 1.244 hestöfl í farteskinu. Það finnst þeim hjá Hennessey ekki nóg og eru að smíða Venom F5 sem bæta á við um 30 km í hraða og ná 465 km hraða. Vélin í bílnum er 7,0 lítra V8 með tveimur forþjöppum og skilar hún 1.400 hestöflum. Bíllinn verður ekki nema 1.300 kíló svo að hestöflin eru fleiri en kílóin. Hennessey ætlar að minnka loftmótsstöðu bílsins frá síðustu gerð og ná mótstöðunni úr 0,44 í 0,40 en engu að síður ekki minnka niðurþrýsting bílsins sem tryggir það að hann haldist sem fastast á veginum. Þessi bíll verður alls ekki ókeypis, heldur á hann að kosta 1,3 milljónir dollara, eða um 150 milljónir króna. Hennessey ætlar að glíma við hraðametið á saltsléttunum í Bonneville og ekki er að efa að hann bætir hið núverandi met. Hennessey Venom bílar eru smíðaðir í Texas í Bandaríkjunum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Hennessey Venom nota öll sín hestöfl og ná 200 km hraða á innan við 8 sekúndum, 300 km hraða á 13,5 sekúndum og 370 á innan við 20 sekúndum. Það þarf mikið afl til þess.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent