Rétt sleppur við tundurskeyti Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 12:38 Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent