Jaguar Land Rover með ofursparneytna vél á prjónunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 10:15 Nýja Ingenium vélin fer bæði í Land Rover og Jaguar bíla. Jaguar Land Rover hefur gegnið gríðarlega vel undanfarin misseri eins og lesendur hafa væntanlega heyrt. Ekki aðeins fara móttökur nýjustu gerða Land Rover bílanna fram úr væntingum heldur er mikill vöxtur á nánast öllum markaðssvæðum þeirra. Meira að segja á Íslandi hafa selst 35 Range Rover jeppar það sem af er árinu en um er að ræða 75% aukningu í sölu á milli ára. Það vekur því mikla athygli þegar Jaguar Land Rover, framleiðandi Range Rover, Freelander, Evoque og Discovery bílanna tilkynnir að ný vél sé á prjónunum. Ný vél sem hönnuð er frá grunni til að falla að ólíkum verkefnum getur nefnilega skapað gríðarleg tækifæri fyrir framleiðandann.Nett en öflugNýja vélin er kölluð Ingenium og er hún samanþjöppuð og nett, afar létt bensín- eða dísilvél sem skilar miklu afli í bland við mikla sparneytni. Það sem er sérstaklega athyglisvert í hönnun Jaguar Land Rover er að dísil- og bensínvélarnar í Ingenium línunni munu deila ákveðnum grunni. Þá verður vélin allt að 80 kílóum léttari en sambærilegar vélar sem nú eru í notkun og það verður hægt að nota vélarnar í mörgum útgáfum bifreiða frá bæði Jaguar og Land Rover.17% minna viðnámEnnfremur er gert ráð fyrir því að mögulegt verði að nota nýju Ingenium vélina í mismunandi stærðum sprengirýmis, sem hluta af drifrás afturhjóladrifinna, sídrifinna og fjórhjóladrifinna bíla og fyrir sjálfskiptingar, beinskiptingar og tvinnbíla. Það eru engar smáræðis kröfur. Enn vantar mikið af tölulegum upplýsingum um nýju Ingenium hönnunina en ljóst er að fyrsta vélin verður tveggja lítra dísilvél sem mun hafa 17% minna viðnám innbyrðis en forveri sinn en það ætti að skila vélinni í fremstu röð í sínum flokki. Framleiðsla hefst á næsta ári og svo er bara að sjá hvort þessar ofur sparneytnu vélar muni ekki skila Land Rover bílum til neytenda á enn betra verði en áður og enn hagkvæmari. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent
Jaguar Land Rover hefur gegnið gríðarlega vel undanfarin misseri eins og lesendur hafa væntanlega heyrt. Ekki aðeins fara móttökur nýjustu gerða Land Rover bílanna fram úr væntingum heldur er mikill vöxtur á nánast öllum markaðssvæðum þeirra. Meira að segja á Íslandi hafa selst 35 Range Rover jeppar það sem af er árinu en um er að ræða 75% aukningu í sölu á milli ára. Það vekur því mikla athygli þegar Jaguar Land Rover, framleiðandi Range Rover, Freelander, Evoque og Discovery bílanna tilkynnir að ný vél sé á prjónunum. Ný vél sem hönnuð er frá grunni til að falla að ólíkum verkefnum getur nefnilega skapað gríðarleg tækifæri fyrir framleiðandann.Nett en öflugNýja vélin er kölluð Ingenium og er hún samanþjöppuð og nett, afar létt bensín- eða dísilvél sem skilar miklu afli í bland við mikla sparneytni. Það sem er sérstaklega athyglisvert í hönnun Jaguar Land Rover er að dísil- og bensínvélarnar í Ingenium línunni munu deila ákveðnum grunni. Þá verður vélin allt að 80 kílóum léttari en sambærilegar vélar sem nú eru í notkun og það verður hægt að nota vélarnar í mörgum útgáfum bifreiða frá bæði Jaguar og Land Rover.17% minna viðnámEnnfremur er gert ráð fyrir því að mögulegt verði að nota nýju Ingenium vélina í mismunandi stærðum sprengirýmis, sem hluta af drifrás afturhjóladrifinna, sídrifinna og fjórhjóladrifinna bíla og fyrir sjálfskiptingar, beinskiptingar og tvinnbíla. Það eru engar smáræðis kröfur. Enn vantar mikið af tölulegum upplýsingum um nýju Ingenium hönnunina en ljóst er að fyrsta vélin verður tveggja lítra dísilvél sem mun hafa 17% minna viðnám innbyrðis en forveri sinn en það ætti að skila vélinni í fremstu röð í sínum flokki. Framleiðsla hefst á næsta ári og svo er bara að sjá hvort þessar ofur sparneytnu vélar muni ekki skila Land Rover bílum til neytenda á enn betra verði en áður og enn hagkvæmari.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent