Næsti Bugatti Veyron 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 12:30 Svona gæti nýjasta gerð Bugatti Veyron litið út. Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent