Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2014 10:31 Robert Tschenguiz sagði að við handtökurnar hafi trúverðugleiki hans stórskaðast. Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira