Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 31. júlí 2014 11:00 Efnahagsráðherra Argentínu, Axel Kicillof, talar á blaðamannafundi í gær. Vísir/AP Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna. Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna.
Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22