Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 31. júlí 2014 11:00 Efnahagsráðherra Argentínu, Axel Kicillof, talar á blaðamannafundi í gær. Vísir/AP Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna. Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna.
Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent