Ferðalög til Bandaríkjanna í uppnámi vegna bilunar í tölvukerfi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 15:22 Mörg ferðalög eru í uppnámi vegna tölvubilunarinnar. Vísir/Getty Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent