Theodór Elmar Bjarnason og félagar Randers byrja á sigri í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Randers mætti Esbjerg í lokaleik 1. umferðar og vann sterkan útisigur, 1-0, en eina mark leiksins skoraði Svíinn ViktorLundberg á 55. mínútu.
Elmar spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Randers og nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik.
Markvörðurinn ÖgmundurKristinsson, sem gekk í raðir Randers á dögunum frá Fram, sat á bekknum í dag, en Svíinn Karl-Johan Johnson sem einnig er nýr í herbúðum liðsins stóð vaktina í markinu.
