Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í Sarpsborg unnu góðan heimasigur á Álasundi, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Sarpsborg komst í 3-0 á 47. mínútu en gestirnir komu til baka og skoruðu tvö mörk. Það var þó ekki nóg og þrjú stig í húsi hjá heimamönnum.
Sarpsborg er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið upp í níunda sæti deildarinnar með 21 stig.
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn.
