Ennþá mikið vatn í Hörgá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2014 00:01 Mynd: www.svak.is Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra. Stangveiði Mest lesið Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði
Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra.
Stangveiði Mest lesið Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði