Evrópuævintýri Víkings heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Færeysku Víkingarnir voru að vonum sáttir í gær. Heimasíða Víkings Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti