iPhone 6 verður með safírgleri Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. júlí 2014 16:51 Efnið virðist vera tært og hreint. Vísir/Skjáskot Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent