Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2014 22:45 Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag. Vísir/Getty Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17
Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45