Porsche hættir framleiðslu grunngerðar Cayenne Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2014 13:38 Porsche Cayenne. Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Þegar 2015 árgerðin af Porsche Cayenne kemur á markað verður þar ekki lengur að finna ódýrustu gerð hans í dag með minnstu 300 hestafla bensínvélinni. Ódýrast gerð Cayenne verður þá dísilútgáfa hans og mun verð þess bíls verða 62.695 dollarar í Bandaríkjunum. Fjöldi gerða Cayenne af 2015 árgerðinni verða fjórar, Cayenne Diesel, Cayenne S, Cayenne S E-Hybrid og Cayenne Turbo. Það ber til tíðinda með Cayenne S bílinn að hann fær 6 strokka vél með tveimur forþjöppum í stað 8 strokka vélarinnar sem er í bílnum í dag, en samt mun hestaflatalan hækka úr 400 í 420 hestöfl. Cayenne S E-Hybrid verður 416 hestöfl og koma 95 þeirra frá rafmótorum en restin frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara. Sá bíll verður aðeins 5,4 sekúndur í hundraðið og aka má bílnum á allt að 125 km ferð eingöngu á rafmagninu. Það er ef til vill ekki skrítið að Porsche muni hætta framleiðslu á ódýrustu gerð Cayenne en afar litlu munar á verði hans og ódýrustu gerðar Macan jepplingsins og vill Porsche greina með sterklegri hætti milli þessara misstóru bíla.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent