Vélmenni keppa í fótbolta í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 16:14 Vélmennin sem keppa á RoboCup eru mörg hver mjög lipur. Mynd/RoboCup 2013 RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent