Nýr Bugatti Veyron verður 1.500 hestafla tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:10 Bugatti Veyron á bílasýningu í Tokyo. Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent
Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent