Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2014 09:10 Fyrsti lax sumarsins í Jöklu. Hér er Sævar með Peter sem veiddi laxinn Jökla er eitt af þessum veiðisvæðum sem má kalla nýtt þó þar hafi verið nostrað við ánna í nokkur ár til að gera hana að góðri laxveiðiá á alla mælikvarða. Veiðiþjónustan Strengir hefur unnið í því ásamt landeigendum að rækta upp stofninn í Jöklu og sleppa laxi í hliðarárnar Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá, en árangurinn af því starfi er farinn að skila sér í auknum göngum af laxi á þessu svæði. Jökla opnaði 1. júlí en hefur verið erfið til veiða vegna vatnsmagns. Fyrsti lax sumarsins kom upp í gær hjá Breskum veiðimanni sem var með Sævar Hafsteinsson leiðsögumann með sér. Þetta var 77 sm lax sem tók í veiðistaðnum Skipalá og flugan var Svört Krafla. Nokkuð af fiski var að sýna sig víða um ánna en fleiri komu þó ekki á land í gær. Eins og áður segir er áin nokkuð vatnsmikil er fer að sögn leiðsögumanna við hana hratt niður. Þrátt fyrir vatnsmagn er hún ekki lituð. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Jökla er eitt af þessum veiðisvæðum sem má kalla nýtt þó þar hafi verið nostrað við ánna í nokkur ár til að gera hana að góðri laxveiðiá á alla mælikvarða. Veiðiþjónustan Strengir hefur unnið í því ásamt landeigendum að rækta upp stofninn í Jöklu og sleppa laxi í hliðarárnar Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá, en árangurinn af því starfi er farinn að skila sér í auknum göngum af laxi á þessu svæði. Jökla opnaði 1. júlí en hefur verið erfið til veiða vegna vatnsmagns. Fyrsti lax sumarsins kom upp í gær hjá Breskum veiðimanni sem var með Sævar Hafsteinsson leiðsögumann með sér. Þetta var 77 sm lax sem tók í veiðistaðnum Skipalá og flugan var Svört Krafla. Nokkuð af fiski var að sýna sig víða um ánna en fleiri komu þó ekki á land í gær. Eins og áður segir er áin nokkuð vatnsmikil er fer að sögn leiðsögumanna við hana hratt niður. Þrátt fyrir vatnsmagn er hún ekki lituð.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði