Toyota uppfærir vélaframboðið Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 10:08 Toyota Yaris Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent
Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent