Range Rover selst eins og heitar lummur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 11:05 Mynd/Wikipedia Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent
Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent