Volkswagen skákar GM í Kína Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 12:54 Volkswagen Bora í Kína. Stærsti bílamarkaður heims er í Kína og þar keppast allir bílaframleiðendur við að selja sem mest á meðan kaupgleðin er takmarkalaus. Keppnin er hörð milli tveggja stærstu erlendu bílaframleiðendanna þar, General Motors og Volkswagen. Á fyrri helmingi þessa árs gerðist það fyrsta sinni í 9 ár að Volkswagen sló við sölu General Motors. Volkswagen seldi 1,8 milljón bíla en GM 1,73 milljón bíla. Á sama tíma í fyrra hafði GM selt 1,56 milljón bíla en Volkswagen 1,53. Vöxtur Volkswagen á milli ára er 18% en GM 11%. Volkswagen býður nú 63 mismunandi gerðir bíla í Kína en hyggur á að fjölga þeim í 100 til ársins 2018. Volkswagen ætlar að bæta við tveimur verksmiðjum í Kína á næstunni til að geta aukið söluna. Volkswagen bílar eru nú seldir á 2.395 stöðum í Kína en Volkswagen ætlar að fjölga þeim í 3.600. Volkswagen ætlar að selja meira en 3,5 milljónir bíla í Kína í ár og mun líklega ná að selja meira en 10 milljón bíla í heiminum öllum í ár. Kína er mikilvægasti og stærsti markaður Volkswagen og er því spáð að allt að 35 milljónir bíla muni seljast þar á ári við lok þessa áratugar. GM ætlar ekki að gefast upp í baráttunni við Volkswagen og hyggst auka framleiðslu sína um 65% til ársins 2020. Barátta fyrirtækjanna tveggja mun því halda áfram á þessum risavaxna markaði fyrir bíla. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Stærsti bílamarkaður heims er í Kína og þar keppast allir bílaframleiðendur við að selja sem mest á meðan kaupgleðin er takmarkalaus. Keppnin er hörð milli tveggja stærstu erlendu bílaframleiðendanna þar, General Motors og Volkswagen. Á fyrri helmingi þessa árs gerðist það fyrsta sinni í 9 ár að Volkswagen sló við sölu General Motors. Volkswagen seldi 1,8 milljón bíla en GM 1,73 milljón bíla. Á sama tíma í fyrra hafði GM selt 1,56 milljón bíla en Volkswagen 1,53. Vöxtur Volkswagen á milli ára er 18% en GM 11%. Volkswagen býður nú 63 mismunandi gerðir bíla í Kína en hyggur á að fjölga þeim í 100 til ársins 2018. Volkswagen ætlar að bæta við tveimur verksmiðjum í Kína á næstunni til að geta aukið söluna. Volkswagen bílar eru nú seldir á 2.395 stöðum í Kína en Volkswagen ætlar að fjölga þeim í 3.600. Volkswagen ætlar að selja meira en 3,5 milljónir bíla í Kína í ár og mun líklega ná að selja meira en 10 milljón bíla í heiminum öllum í ár. Kína er mikilvægasti og stærsti markaður Volkswagen og er því spáð að allt að 35 milljónir bíla muni seljast þar á ári við lok þessa áratugar. GM ætlar ekki að gefast upp í baráttunni við Volkswagen og hyggst auka framleiðslu sína um 65% til ársins 2020. Barátta fyrirtækjanna tveggja mun því halda áfram á þessum risavaxna markaði fyrir bíla.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent