Bentley og Rolls Royce bílar rjúka út Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 11:23 Rolls Royce Phantom Drophead. Bresku lúxusbílamerkin Bentley og Rolls Royce eiga góða daga um þessar mundir og rjúka bílar beggja fyrirtækjanna beinlínis út. Hjá Bentley stefnir í metár og fór salan upp um 23% á fyrri helmingi ársins. Seldi fyrirtækið 5.254 bíla á þessum 6 mánuðum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 4.279. Salan í Kína ber aukninguna að nokkru uppi og jókst t.d. sala Bentley Flying Spur þar um 61%. Salan í báðum Ameríkuálfunum er einnig fantagóð og seldust þar 1.388 bílar og er sá markaður ennþá stærstur hjá Bentley, þó svo Kína sæki mikið á. Í þriðja sæti er Evrópumarkaður og miðausturlönd þar á eftir. Bentley Flying Spur kostar um 150.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 17 milljónir króna. Bentley er eitt af bílamerkjunum í eigu Volkswagen og gengur svo til öllum merkjum þess vel um þessar mundir. Rolls Royce gerði enn betur en Bentley og jók söluna um 33% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Seldi Rolls Royce 1.968 bíla, en bílar þeirra seljast á allt að 350.000 dollara, eða 40 milljónir króna. Salan í Evrópu tók mikinn kipp og nam 60% aukningu. Salan í Asíu var einnig góð og nam 40% aukningu. Rolls Royce merkið er í eigu BMW og hjálpaði þýska merkinu að skila methagnaði á fyrri helmingi ársins. Ekki gekk eins vel hjá öðru undirmerki BMW, Mini, en sala Mini bíla minnkaði um 11,4% á fyrri helmingi ársins og taldi 131.896 bíla. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Bresku lúxusbílamerkin Bentley og Rolls Royce eiga góða daga um þessar mundir og rjúka bílar beggja fyrirtækjanna beinlínis út. Hjá Bentley stefnir í metár og fór salan upp um 23% á fyrri helmingi ársins. Seldi fyrirtækið 5.254 bíla á þessum 6 mánuðum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 4.279. Salan í Kína ber aukninguna að nokkru uppi og jókst t.d. sala Bentley Flying Spur þar um 61%. Salan í báðum Ameríkuálfunum er einnig fantagóð og seldust þar 1.388 bílar og er sá markaður ennþá stærstur hjá Bentley, þó svo Kína sæki mikið á. Í þriðja sæti er Evrópumarkaður og miðausturlönd þar á eftir. Bentley Flying Spur kostar um 150.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 17 milljónir króna. Bentley er eitt af bílamerkjunum í eigu Volkswagen og gengur svo til öllum merkjum þess vel um þessar mundir. Rolls Royce gerði enn betur en Bentley og jók söluna um 33% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Seldi Rolls Royce 1.968 bíla, en bílar þeirra seljast á allt að 350.000 dollara, eða 40 milljónir króna. Salan í Evrópu tók mikinn kipp og nam 60% aukningu. Salan í Asíu var einnig góð og nam 40% aukningu. Rolls Royce merkið er í eigu BMW og hjálpaði þýska merkinu að skila methagnaði á fyrri helmingi ársins. Ekki gekk eins vel hjá öðru undirmerki BMW, Mini, en sala Mini bíla minnkaði um 11,4% á fyrri helmingi ársins og taldi 131.896 bíla.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent