80 milljarða dala, eða rúmlega níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboði 20th Century Fox í Time Warner var hafnað af eigendum Time Warner. Fox, sem er í eigu fjölmiðlasamsteypu Rubert Murdoch, lagði fram tilboðið í síðasta mánuði.
Fox sló á allar sögusagnir í dag og sendi frá sér tilkynningu vegna yfirtökutilboðsins.
„21th Century Fox getur staðfest að við gerðum tilboð í síðasta mánuði um sameiningu fyrirtækisins við Time Warner.“
Í tilkynningunni stóð einnig að stjórn Time Warner hafi hafnað tilboðinu og engar viðræður séu nú í gangi á milli fyrirtækjanna.
