Þetta er leikin mynd frá teyminu á National Geographic þar sem sáðfrumur eru skalaðar upp í mennska stærð og einnig leggöngin og legið. Ef ég hefði séð þetta myndband sem unglingur þá hefði maður skilið þetta allt saman miklu betur. Þetta er ótrúlegt ferli og þrekvirki sem greyið sáðfrumurnar þurfa að vinna. Það er í raun merkilegt að nokkur getnaður skuli eiga sér stað yfir höfuð.
(Ég hafði sérstaklega gaman af Sigurrósar laginu þegar sæðið hvílir sig).
Til að setja þig í frekari stellingar þá er um að gera að spila „eltingarleikur sáðfrumunnar“ leikinn.